Topshop missir tískudrottningu 18. október 2006 06:30 Nýr hönnuður hjá topshop Ýjað hefur verið að því að samningur Kate Moss við Topshop hafi orðið til þess að yfirframkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði upp. Hér er Kate Moss ásamt unnusta sínum Doherty á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi í fyrra. MYND/Getty Jane Sheperdson, yfirframkvæmdastjóri tískuvörukeðjunnar Topshop, sagði upp störfum fyrr í þessum mánuði. Ýjað hefur verið að því að ástæðan fyrir uppsögninni sé óánægja hennar með samning Topshop við ofurfyrirsætuna Kate Moss. Hún vísar þessu hins vegar á bug og segir hafa verið tímabært að hugsa sér til hreyfings. Sheperdson er sögð heilinn á bak við vinsældir Topshop síðastliðin ár og hefur gjarnan verið kölluð mikilvægasta konan í breskum tískuheimi. Hún hóf störf hjá Topshop fyrir 18 árum en tók við stöðu yfirframkvæmdastjóra árið 1998. Topshop-keðjan heyrir undir Arcadia Group, sem er í eigu breska auðkýfingsins Philips Green en hann átti hugmyndina að því að ganga til samninga við Moss. Hlutverk hennar verður að hanna nýja fata- og fylgihlutalínu fyrir tískuvörukeðjuna. Kate Moss tapaði stórum samningum við nokkur tískufyrirtæki fyrir ári eftir að breska blaðið Daily Mirror birti myndir af henni neyta kókaíns í hljóðveri í Lundúnum í Bretlandi á meðan unnusti hennar, ólátabelgurinn Pete Doherty, var við upptökur. Í kjölfarið fór hún í afeitrun til Bandaríkjanna og hefur orðstír hennar vaxið aftur jafnt og þétt. Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Jane Sheperdson, yfirframkvæmdastjóri tískuvörukeðjunnar Topshop, sagði upp störfum fyrr í þessum mánuði. Ýjað hefur verið að því að ástæðan fyrir uppsögninni sé óánægja hennar með samning Topshop við ofurfyrirsætuna Kate Moss. Hún vísar þessu hins vegar á bug og segir hafa verið tímabært að hugsa sér til hreyfings. Sheperdson er sögð heilinn á bak við vinsældir Topshop síðastliðin ár og hefur gjarnan verið kölluð mikilvægasta konan í breskum tískuheimi. Hún hóf störf hjá Topshop fyrir 18 árum en tók við stöðu yfirframkvæmdastjóra árið 1998. Topshop-keðjan heyrir undir Arcadia Group, sem er í eigu breska auðkýfingsins Philips Green en hann átti hugmyndina að því að ganga til samninga við Moss. Hlutverk hennar verður að hanna nýja fata- og fylgihlutalínu fyrir tískuvörukeðjuna. Kate Moss tapaði stórum samningum við nokkur tískufyrirtæki fyrir ári eftir að breska blaðið Daily Mirror birti myndir af henni neyta kókaíns í hljóðveri í Lundúnum í Bretlandi á meðan unnusti hennar, ólátabelgurinn Pete Doherty, var við upptökur. Í kjölfarið fór hún í afeitrun til Bandaríkjanna og hefur orðstír hennar vaxið aftur jafnt og þétt.
Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira