Bush skiptir um gír 10. nóvember 2006 03:00 Morgunverður í Hvíta húsinu. Bush forseti bauð í gærmorgun helstu leiðtogum repúblikana í morgunverð hjá sér í Hvíta húsinu til þess að fara yfir stöðu mála, nú þegar repúblikanar hafa tapað þingmeirihluta sínum. Síðar um daginn snæddi Bush kvöldverð með Nancy Pelosi. MYND/AP Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008. Erlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008.
Erlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira