Disney með methagnað 15. nóvember 2006 06:00 Mikki mús Barnvæni afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar að kvikmyndum undir merkjum Disney og í Disney-garðana. Þá skilaði annað efni Disney-risans sömuleiðis hagnaði. Tekjur fyrirtækisins námu 8,8 milljörðum dala eða 600,5 milljörðum króna sem er fjórtán prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyrirtækinu,“ sagði hann. Þessi fína afkoma hafði hins vegar slæmar afleiðingar fyrir gengi hlutabréfa í Disney. Gengið hefur hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og telja fjárfestar ekki innistæðu fyrir meiri hækkunum. Seldu margir þeirra því bréf sín og tóku inn hagnað. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa í Disney lækkaði um þrjú prósent daginn eftir að uppgjörið birtist í síðustu viku. Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar að kvikmyndum undir merkjum Disney og í Disney-garðana. Þá skilaði annað efni Disney-risans sömuleiðis hagnaði. Tekjur fyrirtækisins námu 8,8 milljörðum dala eða 600,5 milljörðum króna sem er fjórtán prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyrirtækinu,“ sagði hann. Þessi fína afkoma hafði hins vegar slæmar afleiðingar fyrir gengi hlutabréfa í Disney. Gengið hefur hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og telja fjárfestar ekki innistæðu fyrir meiri hækkunum. Seldu margir þeirra því bréf sín og tóku inn hagnað. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa í Disney lækkaði um þrjú prósent daginn eftir að uppgjörið birtist í síðustu viku.
Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira