Aðhalds enn þörf að mati OECD 29. nóvember 2006 07:00 Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Því sé helsta áskorunin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir að ná árangri í að vinda ofan af ójafnvægi í hagkerfinu svo að frekari óróleiki á fjármálamarkaði nái ekki að koma aðlöguninni úr jafnvægi. Spáir stofnunin eins prósents hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5 prósent. Í skýrslunni segir jafnframt að frekara aðhalds sé þörf í peningamálum á næstunni til að ná niður verðbólgu og halda væntingum niðri hér á landi. Fjármálastefnan ætti að miða að því að forðast að kynda undir innlendri eftirspurn til að vega upp á móti þeim þensluáhrifum sem fyrirhugaðar skattalækkanir munu hafa í för með sér. OECD telur einnig að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta þar. Þar að auki telur stofnunin að hægja muni á stærstu hagkerfum heims á næstunni, í Japan, Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Vöxtur verði hins vegar mikill í Kína, á Indlandi og í Rússlandi. Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Því sé helsta áskorunin sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir að ná árangri í að vinda ofan af ójafnvægi í hagkerfinu svo að frekari óróleiki á fjármálamarkaði nái ekki að koma aðlöguninni úr jafnvægi. Spáir stofnunin eins prósents hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5 prósent. Í skýrslunni segir jafnframt að frekara aðhalds sé þörf í peningamálum á næstunni til að ná niður verðbólgu og halda væntingum niðri hér á landi. Fjármálastefnan ætti að miða að því að forðast að kynda undir innlendri eftirspurn til að vega upp á móti þeim þensluáhrifum sem fyrirhugaðar skattalækkanir munu hafa í för með sér. OECD telur einnig að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta þar. Þar að auki telur stofnunin að hægja muni á stærstu hagkerfum heims á næstunni, í Japan, Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Vöxtur verði hins vegar mikill í Kína, á Indlandi og í Rússlandi.
Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira