Gott að vera bara 50%! 1. desember 2006 05:00 Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun