Stóriðjuskólinn í Straumsvík 15. desember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun