Robben hlýtur að vera hálsbrotinn 5. febrúar 2006 22:59 Rafa baðar út öngum sínum þegar Reina er sýnt rauða spjaldið. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool segir að það sé alltaf erfitt að lenda undir gegn góðu liði eins og Chelsea sem vann 2-0 í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum komst Chelsea í 15 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er 21 stigi á undan Liverpool sem er í 3. sæti deildarinnar. "Við spiluðum ekki illa en vandamálið er að þegar maður fær á sig mark gegn svona góðu liði hefur það meiri stjórn á leiknum. Við héldum áfram að sækja en þeir geta spilað sinn leik í vörn og spilað upp á skyndisóknir. Chelsea spilar yfirleitt út á skyndisóknir." sagði Benitez. Hann var hins vegar æfur út í Arjen Robben sem fiskaði markvörð Liverpool, Jose Reina út af með rautt spjald. Benitez segir að það sé ekki hægt að afsaka hegðun Robben sem lét sig falla með tilrifum þegar Reina ýtti á andlit Hollendingsins. Atvikið átti sér stað eftir að Reina hafði brotið á Eiði Smára Guðjohnsen. "Ég þarf að drífa mig á spítalann því Robben hlýtur að vera þar. Meiðsli hans eftir Reina hljóta að þýða að hann verði þar í viku. Sjónvarpsupptökur sýna reyndar að Robben hljóti að vera rúmfastur á spítala í 3 vikur vegna hálsbrots." sagði Benitez af tilefni tilþrifa Robben en Liverpool ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Reina sem á yfir höfði sér þriggja leikja bann vegna dómsins. Benitez vill að dómarar sýni af sér meiri reynslu þegar taka þarf á svona atvikum. "Ég skil ekki hvernig leikmenn komast upp með að vera sparkandi í aðra leikmenn allan leikinn án þess að fá svo mikið sem gult spjald en svo þegar Reina rétt svo stuggar við Robben þá fær hann rautt." José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea þvertekur fyrir að fara í orðaleik við Benitez. "Ég hef ekki áhuga á því sem Rafa segir vegna þess að ég var að ljúka við leik þar sem mínir menn léku mjög vel og hefðu átt að vinna 3 eða 4-0 sigur. Hvers vegna ætti ég að segja mína skoðun á orðum Benitez. Stundum segjum menn eitthvað án þess að hugsa. Sérstaklega þegar maður tapar. Við skoruðum eitt fallegasta markið sem sést hefur í deildinni á tímabilinu og það var dæmt af okkur." sagði Mourinho og árétti að þetta var 50. sigur Chelsea í deildinni á einu og hálfu ári. Chelsea á 13 leiki eftir í deildinni á tímabilinu og Mourinho er búinn að reikna dæmið. "Við þurfum að vinna átta leiki, það er bara svo einfalt. Við þurfum að vinna þessa leiki eins fljótt og auðið er. Það mikilvæga við þetta er að verða meistarar aftur." sagði Mourinho að lokum.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira