Andre Iguodala leikmaður Philadelpia 76ers fór á kostum í Nýliðaeinvíginu sem fram fór í nótt en leikurinn fór fram í Houston. Stjörnuleikurinn fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Sýn.
Í leiknum mætast nýliðar á öðru ári sínu í NBA og leikmenn sem valdir voru í háskólavalinu síðasta sumar en þeir eldri sigruðu leikinn 106-96.
Iguodala fór eins og áður sagði á kostum og skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en hann skoraði alls 30 stig í leiknum. Iguodala var svo valinn mesti maður leiksins og hlaut því MVP verðlaunin svokölluðu. Iguodala tekur svo þátt í troðslukeppninni sem fer fram í dag.
Ben Gordon leikmaður Chicago Bulls skoraði 17 stig og Delonte West 15. Charlie Villanueva og Luther Head leikmenn Toronto Raptors og Houston Rockets skoruðu báðir 18 stig fyrir tapliðið.