Viðskipti erlent

Hagnaður PPR dróst saman

Fyrirsæta á tískusýningu Gucci.
Fyrirsæta á tískusýningu Gucci.

Hagnaður franska eignarhaldsfélagsins PPR, sem m.a. á ítalska tískufyrirtækið Gucci auk fleiri þekktra vörumerkja, dróst saman um tæpan helming á síðasta ári miðað við árið á undan. Hagnaður fyrirtækisins á árinu nam 535 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 44 milljarða íslenskra króna. Árið 2004 nam hagnaðurinn hins vegar 1.09 milljörðum evra, tæplega 90 milljörðum íslenskra króna.

Ástæða samdráttarins liggur aðallega í því að eignarhaldsfélagið keypti litla hluthafa út úr Gucci tískuhúsinu árið 2004 og þurfti vegna þessa að selja nokkur fyrirtæki undan samsteypunni.

Gengi hlutabréfa í PPR lækkuðu um 0,8 prósent þegar frá þessu var greint í morgun og stóð gengi bréfa í eignarhaldsfélaginu í 94,80 dollurum á hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×