Viðskipti erlent

Óskað eftir gjaldþroti Yukos

Mikhaíl Khodorkovskí.
Mikhaíl Khodorkovskí.

Nokkrir bankar, sem lánuðu rússneska olíufyrirtækinu Yukos fé, hafa farið fram að að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. Olíufyrirtækið hefur rambað á barmi gjaldþrots allt frá því það var dæmt til að greiða 32 milljarða Bandaríkjadala skattaskuld við ríkið. Bankarnir sem farið hafa fram á að Yukos verði lýst gjaldþrota lánuðu fyrirtækinu 480 milljónir dollara áður en Yukos lenti í fjárhagskröggum.

Ólíklegt þykir að Yukos geti greitt skuldina en rússneska ríkið tók helstu olíuvinnslustöðvar fyrirtækisins í skattaskuld árið 2004. Forsvarsmenn Yukos segja að stjórnvöld í Rússlandi hafi með aðgerðum sínum verið að refsa stjórnendum fyrirtækisins fyrir að taka upp lýðræðislega stjórnhætti. Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrum eigandi Yukos, sem eitt sinn var ríkasti maður Rússlands, situr nú af sér átta ára fangelsisdóm fyrir m.a. skattsvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×