Sport

Spilar ekki meira í vetur

Tímabilið er formlega farið í vaskinn hjá nýliða ársins í fyrra, Emeka Okafor
Tímabilið er formlega farið í vaskinn hjá nýliða ársins í fyrra, Emeka Okafor NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Emeka Okafor hjá Charlotte Bobcats sem kjörinn var nýliði ársins í NBA deildinni á síðasta ári, mun ekki leika meira með liðinu í vetur eftir að í ljós kom að ökklameiðslin sem hafa haldið honum frá keppni síðan í desember voru nokkuð alvarlegri en haldið var í fyrstu.

"Sú ákvörðun að halda honum frá frekari keppni í vetur er tekin með framtíð hans í huga og ekkert annað. Við viljum heldur fá hann heilan til baka á næsta tímabili, en að hætta á að skaða hann enn meira í vetur," sagði talsmaður Charlotte, sem hefur í raun að litlu að keppa í vetur nema ef vera skyldi að forðast að hafna í neðsta sæti í deildinni.

Liðið hefur verið gríðarlega óheppið með meiðsli lykilmanna í allan vetur, en Okafor meiddist alvarlega á ökkla um miðjan desember í fyrsta leik sínum eftir að hafa meitt sig á þessum sama ökkla nokkru áður. Hann skoraði að meðaltali 13 stig og hirti 10 fráköst í þeim 26 leikjum sem hann spilaði í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×