Sport

Óvenju lágt skor Wade dugði Miami til sigurs

Shaquille O'Neal og Dwyane Wade ræða hér málin á bekknum í nótt. Þeir eyddu þar óvenju miklum tíma af leiknum vegna villuvandræða. O'Neal fékk sína fjórðu villu þegar 8 mínútur voru eftir af þriðja leikhæuta og Wade fékk sínu fjórðu villu tveimur mínútum síðar.
Shaquille O'Neal og Dwyane Wade ræða hér málin á bekknum í nótt. Þeir eyddu þar óvenju miklum tíma af leiknum vegna villuvandræða. O'Neal fékk sína fjórðu villu þegar 8 mínútur voru eftir af þriðja leikhæuta og Wade fékk sínu fjórðu villu tveimur mínútum síðar.

Leikur Dwyane Wade og Shaquille O'Neal hjá Miami Heat einkenndist af miklum villuvandræðum þegar lið þeirra marði eins stigs sigur á Chicago Bulls, 85-84 í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Þó Wade hafi aðeins náð að skora 15 stig þá var hann stigahæstur sinna manna og O'Neal kom næstur með 13 stig og 5 stoðsendingar. Merkilegt er að 13 af 15 stigum sínum skoraði Wade úr vítaskotum en skorið hans í nótt verður að teljast athyglistvert í ljósi þess að meðalskor hans í síðustu 5 leikjum eru 34.4 stig í leik.

O'Neal fékk sína fjórðu villu þegar 8 mínútur voru eftir af þriðja leikhæuta og Wade fékk sínu fjórðu villu tveimur mínútum síðar.

Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio Spurs sem vann Houston Rockets 92-77 en hann skoraði 20 stig, tók 4 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hjá Houston var kínverski risinn Yao Ming stigahæstur með 23 stig. Fimm leikir fóru fram í NBA í nótt og urðu önnur úrslit sem hér segir;

Detroit Pistons- Charlotte Bobcats 108-103

Denver Nuggets-N.Orleans/Oklahoma City 109-94

Portland Trailblazers-Milwaukee 93-97




Fleiri fréttir

Sjá meira


×