Viðskipti erlent

Hagnaður General Mills jókst

Mynd/Teitur Jónasson

Hagnaður bandaríska matvælafyrirtækisins General Mills Inc. nam 246 milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi 2005 og er það 7 prósenta hækkun frá árinu á undan. Hagnaðurinn er umfram væntingar fjármálasérfræðinga á Wall Street.

Á meðal vörumerkja General Mills Inc., eru Cheerios og Wheaties og er fyrirtækið annar stærsta fyrirtækið í morgunkornageiranum í Bandaríkjunum.

Hagnaðurinn fyrir tveimur árum nam 230 milljónum króna og nemur hækkunin 58 sentum á hlut. Þá jukust tekjur fyrirtækisins jafnframt um 3 prósent á milli ára en þær námu 2,86 milljörðum Bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×