Dallas setur pressu á San Antonio 8. apríl 2006 14:18 Dirk Nowitzki fór á kostum í mikilvægum sigri Dallas á grönnum sínum í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Orlando á útivelli 89-87, en Detroit var án Rip Hamilton sem var viðstaddur jarðarför. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit. Atlanta sigraði Washington 114-101. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta, en Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington. Philadelphia tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum og nú fyrir Boston 109-99 og eru vonir Philadelphia um að komast í úrslitakeppnina nú að veikjast með hverjum deginum. Allen Iverson skoraði 18 af 37 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, en Paul Pierce skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston. New Orleans lagði Toronto 95-89. David West skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans, en Mike James skoraði 36 stig fyrir Toronto. Utah lagði Minnesota á útivelli 103-95, þar sem Minnesota hvíldi lykilmenn sína lengst af leik og greinilegt er að liðið er búið að leggja árar í bát á tímabilinu sem hefur verið mikil vonbrigði. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði - þeim fæstu sem hann hefur spilað í mörg ár með liðinu. New York lagði Indiana 98-96 þar sem Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York og þar af sigurkörfuna í lokin. Peja Stojakovic skoraði 32 stig fyrir Indiana og Jermaine O´Neal var með 25 stig. Memphis lagði Milwaukee 100-90 þar sem Spánverjinn Pau Gasol átti stórleik hjá Memphis, skoraði 33 stig, hirti 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Michael Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee. Seattle lagði Portland 121-108. Ray Allen skoraði 38 stig fyrir Seattle í leiknum og hefur nú skorað næst flestar þriggja stiga körfur allra leikmanna í sögu NBA á eftir Reggie Miller. Juan Dixon skoraði 28 stig fyrir Portland. Houston vann Golden State 100-93. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 29 stig fyrir Golden State. Sacramento vann LA Clippers enn eina ferðina 96-93, þar sem Mike Bibby skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 14 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Clippers mistókst því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í níu ár. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Lakers 107-96. Kobe Bryant skoraði 51 stig fyrir LA Lakers en Steve Nash var með 25 stig fyrir Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Sjá meira
Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Orlando á útivelli 89-87, en Detroit var án Rip Hamilton sem var viðstaddur jarðarför. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit. Atlanta sigraði Washington 114-101. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta, en Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington. Philadelphia tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum og nú fyrir Boston 109-99 og eru vonir Philadelphia um að komast í úrslitakeppnina nú að veikjast með hverjum deginum. Allen Iverson skoraði 18 af 37 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, en Paul Pierce skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston. New Orleans lagði Toronto 95-89. David West skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans, en Mike James skoraði 36 stig fyrir Toronto. Utah lagði Minnesota á útivelli 103-95, þar sem Minnesota hvíldi lykilmenn sína lengst af leik og greinilegt er að liðið er búið að leggja árar í bát á tímabilinu sem hefur verið mikil vonbrigði. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði - þeim fæstu sem hann hefur spilað í mörg ár með liðinu. New York lagði Indiana 98-96 þar sem Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York og þar af sigurkörfuna í lokin. Peja Stojakovic skoraði 32 stig fyrir Indiana og Jermaine O´Neal var með 25 stig. Memphis lagði Milwaukee 100-90 þar sem Spánverjinn Pau Gasol átti stórleik hjá Memphis, skoraði 33 stig, hirti 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Michael Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee. Seattle lagði Portland 121-108. Ray Allen skoraði 38 stig fyrir Seattle í leiknum og hefur nú skorað næst flestar þriggja stiga körfur allra leikmanna í sögu NBA á eftir Reggie Miller. Juan Dixon skoraði 28 stig fyrir Portland. Houston vann Golden State 100-93. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 29 stig fyrir Golden State. Sacramento vann LA Clippers enn eina ferðina 96-93, þar sem Mike Bibby skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 14 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Clippers mistókst því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í níu ár. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Lakers 107-96. Kobe Bryant skoraði 51 stig fyrir LA Lakers en Steve Nash var með 25 stig fyrir Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Sjá meira