Vill konur í stjórn A. P. Møller-Mærsk 21. apríl 2006 15:07 A. P. Møller-Mærsk byrjaði sem skipafélag. Mynd/AFP Jess Søderberg, forstjóri dönsku fyrirtækjasamteypunnar A. P. Møller-Mærsk, er sagður hafa á takteinum að fjölga konum í stjórn fyrirtækisins. Danskir karlar hafa frá upphafi verið einráðir í stjórninni og hafa konur þar aldrei átt sæti. Søderberg sagði að loknum árlegum hluthafafundi í fyrirtækinu í gær að nú væri kominn tími til að breyta kynjahlutföllum í stjórninni. „Á næstu árum munum við sjá umtalsverðar breytingar á stjórnun fyrirtækja en konur og útlendingar munu í auknum mæli verða við borðið," sagði hann. „Æ fleiri konu eru að koma inn í fyrirtækið en þær eru um 45-50 prósent stjórnenda. Karlmenn hafa verið ráðandi í skipaiðnaðinum fram til þessa . En það er að breytast. Í dag eru fimm af hverjum 100 aðstoðarforstjórum konum. Það mun breytast," sagði Søderberg. Að sögn danska dagblaðsins Politiken í dag tóku hluthafar fyrirtækjasamtæðunnar tíðindunum fagnandi. Søderberg, sem er 61 árs, tók við stjórn A. P. Møller-Mærsk í kjölfar þess að Mærsk McKinney-Møller hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 1993. Stjórnunarhættir Søderbergs þykja óvenjulegir, allt að byltingarkenndir, fyrir hið rótgróna fyrirtæki. Hann hyggst hætta störfum eftir fjögur ár þegar hann verður 65 ára. Þá mun fjórði forstjóri A. P. Møller-Mærsk verða valinn í 102 ára sögu fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jess Søderberg, forstjóri dönsku fyrirtækjasamteypunnar A. P. Møller-Mærsk, er sagður hafa á takteinum að fjölga konum í stjórn fyrirtækisins. Danskir karlar hafa frá upphafi verið einráðir í stjórninni og hafa konur þar aldrei átt sæti. Søderberg sagði að loknum árlegum hluthafafundi í fyrirtækinu í gær að nú væri kominn tími til að breyta kynjahlutföllum í stjórninni. „Á næstu árum munum við sjá umtalsverðar breytingar á stjórnun fyrirtækja en konur og útlendingar munu í auknum mæli verða við borðið," sagði hann. „Æ fleiri konu eru að koma inn í fyrirtækið en þær eru um 45-50 prósent stjórnenda. Karlmenn hafa verið ráðandi í skipaiðnaðinum fram til þessa . En það er að breytast. Í dag eru fimm af hverjum 100 aðstoðarforstjórum konum. Það mun breytast," sagði Søderberg. Að sögn danska dagblaðsins Politiken í dag tóku hluthafar fyrirtækjasamtæðunnar tíðindunum fagnandi. Søderberg, sem er 61 árs, tók við stjórn A. P. Møller-Mærsk í kjölfar þess að Mærsk McKinney-Møller hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 1993. Stjórnunarhættir Søderbergs þykja óvenjulegir, allt að byltingarkenndir, fyrir hið rótgróna fyrirtæki. Hann hyggst hætta störfum eftir fjögur ár þegar hann verður 65 ára. Þá mun fjórði forstjóri A. P. Møller-Mærsk verða valinn í 102 ára sögu fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira