Hollinger tapaði rúmum 800 milljónum króna 10. maí 2006 15:06 Hollinger International gaf meðal annars út dagblaðið Daily Telegraph í Bretlandi. Mynd/AFP Bandaríska dagblaðaútgáfan Hollinger International tapaði 11,7 milljónum Bandaríkjadölum, jafnvirði 824,6 milljóna íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Tapið nemur 13 sentum á hlut. Þetta er ófullnægjandi afkoma, að sögn stjórnar útgáfunnar. Á sama tíma fyrir ári nam tap fyrirtækisins 18,5 milljónum dollurum eða 20 sentum á hlut. Í uppgjörstölunum er sala Hollinger International á kanadískum dagblaðahluta útgáfunnar. Rekstrartap fyrirtækisins nam 102,4 milljónum dollara en tapið nam 109,4 milljónum dollara á sama tíma fyrir ári. Þá drógust auglýsingatekjur saman um 6 prósent á milli ára en þær námu 78,9 milljónum dollara á fyrstu þremur mánuðum ársins. Conrad Black, fyrrum forstjóri Hollinger Internation, var rekinn ásamt nokkrum fyrrum framkvæmdastjórum fyrirtækisins í kjölfar þess að þeir voru ákærðir m.a. fyrir fjárdrátt og misnotkun á fríðindum fyrirtækisins . Er þeim gefið að sök að hafa dregið að sér 84 milljónir dollara úr sjóðum Hollinger International. Hollinger International var eitt sinn þriðja stærsta fjölmiðlaveldi heims. Fyrirtækið hefur selt flest dagblöð undir fyrirtækjahatti sínum og hefur í bígerð að breyta um nafn til að hreinsa af sér óorðið sem Black og félagar komu á það. Á meðal þeirra dagblaða sem Hollinger International gaf út voru Jerusalem Post og breska dagblaðið Daily Telegraph. Nú einskorðast útgáfa fyrirtækisins að mestu leyti við svæðið í námunda við Chicago í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska dagblaðaútgáfan Hollinger International tapaði 11,7 milljónum Bandaríkjadölum, jafnvirði 824,6 milljóna íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Tapið nemur 13 sentum á hlut. Þetta er ófullnægjandi afkoma, að sögn stjórnar útgáfunnar. Á sama tíma fyrir ári nam tap fyrirtækisins 18,5 milljónum dollurum eða 20 sentum á hlut. Í uppgjörstölunum er sala Hollinger International á kanadískum dagblaðahluta útgáfunnar. Rekstrartap fyrirtækisins nam 102,4 milljónum dollara en tapið nam 109,4 milljónum dollara á sama tíma fyrir ári. Þá drógust auglýsingatekjur saman um 6 prósent á milli ára en þær námu 78,9 milljónum dollara á fyrstu þremur mánuðum ársins. Conrad Black, fyrrum forstjóri Hollinger Internation, var rekinn ásamt nokkrum fyrrum framkvæmdastjórum fyrirtækisins í kjölfar þess að þeir voru ákærðir m.a. fyrir fjárdrátt og misnotkun á fríðindum fyrirtækisins . Er þeim gefið að sök að hafa dregið að sér 84 milljónir dollara úr sjóðum Hollinger International. Hollinger International var eitt sinn þriðja stærsta fjölmiðlaveldi heims. Fyrirtækið hefur selt flest dagblöð undir fyrirtækjahatti sínum og hefur í bígerð að breyta um nafn til að hreinsa af sér óorðið sem Black og félagar komu á það. Á meðal þeirra dagblaða sem Hollinger International gaf út voru Jerusalem Post og breska dagblaðið Daily Telegraph. Nú einskorðast útgáfa fyrirtækisins að mestu leyti við svæðið í námunda við Chicago í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira