Arcelor styður tilboð Mittal Steel 28. júní 2006 10:33 Stálkóngurinn Lakshmi Mittal, og Joseph Kinsch, stjórnarformaður Arcelor, á sameiginlegum blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arcelor í Lúxemborg á mánudag. Mynd/AFP Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu fyrirtækjanna. Viðsnúningur hluthafanna setur sameiningartilraunir Arcelor og rússneska stálrisans Severstal í uppnám en fyrir nokkru var lýst yfir vilja til að sameina félögin og búa til einn stærsta stálframleiðanda í heimi. Samrunaferlið er bindandi og ekki hægt að koma í veg fyrir samruna nema þeir hluthafar í Arcelor sem eiga helming hlutafjár í fyrirtækinu lýsi yfir andstöðu við það. Sömuleiðis fellur samrunaferlið um sjálft sig ákveði stóru hluthafarnir að selja Mittal Steel bréf sín í Arcelor. Stjórn Severstal hefur lýst yfir að fari svo að ekkert verði af sameiningu fyrirtækjanna þá geti málið farið fyrir dómsstóla. Fyrsta yfirtökutilboð Mittal Steel, sem er að stærstum hluta í eigu fjölskyldu hins indverskættaða Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns sem búsettur er í Bretlandi, í janúarlok hljóðaði upp á 23,3 milljarða evrur eða 2,230 milljarða krónur. Fyrirtækið hefur tvívegis hækkað yfirtökutilboð sitt og hljóðar nýjasta tilboðið upp á 27 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 2.600 milljarða íslenskra króna. Ef af kaupum verður munu fyrirtæki renna saman og heita eftirleiðis Arcelor Mittal. Hluthafar Arcelor koma saman til fundar á föstudag næstkomandi og kjósa um það hvort taka eigi tilboði Mittal Steel eða halda samruna áfram við Severstal. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnvöld í Lúxemborg, sem eiga 5,6 prósent í evrópska stálrisanum Arcelor, og eignarhaldsfélagið Carla Tassara International, sem á 7,8 prósenta hlut í stálfyrirtækinu, eru fylgjandi endurskoðuðu yfirtökutilboði Mittal Steel í fyrirtækið. Mittal Steel gerði yfirtökutilboð í Arcelor í janúarlok á þessu ári en andstaða hluthafa í Arcelor varð til þess að gengið var til samninga við rússneska stálrisann Severstal um sameiningu fyrirtækjanna. Viðsnúningur hluthafanna setur sameiningartilraunir Arcelor og rússneska stálrisans Severstal í uppnám en fyrir nokkru var lýst yfir vilja til að sameina félögin og búa til einn stærsta stálframleiðanda í heimi. Samrunaferlið er bindandi og ekki hægt að koma í veg fyrir samruna nema þeir hluthafar í Arcelor sem eiga helming hlutafjár í fyrirtækinu lýsi yfir andstöðu við það. Sömuleiðis fellur samrunaferlið um sjálft sig ákveði stóru hluthafarnir að selja Mittal Steel bréf sín í Arcelor. Stjórn Severstal hefur lýst yfir að fari svo að ekkert verði af sameiningu fyrirtækjanna þá geti málið farið fyrir dómsstóla. Fyrsta yfirtökutilboð Mittal Steel, sem er að stærstum hluta í eigu fjölskyldu hins indverskættaða Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns sem búsettur er í Bretlandi, í janúarlok hljóðaði upp á 23,3 milljarða evrur eða 2,230 milljarða krónur. Fyrirtækið hefur tvívegis hækkað yfirtökutilboð sitt og hljóðar nýjasta tilboðið upp á 27 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 2.600 milljarða íslenskra króna. Ef af kaupum verður munu fyrirtæki renna saman og heita eftirleiðis Arcelor Mittal. Hluthafar Arcelor koma saman til fundar á föstudag næstkomandi og kjósa um það hvort taka eigi tilboði Mittal Steel eða halda samruna áfram við Severstal.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira