Erlent

Ísraelar herða aðgerðir við landamærin.

MYND/AP

Ísraelar eru að undirbúa innrás inn í Líbanon af jörðu niðri. Hermönnum við landamærin hefur verið fjölgað til muna og talsmenn hersins segja að til standi að bæta í aðgerðirnar við landamærin.

Ísraelar vörpuðu sprengjum á fjörutíu staði í Líbanon í nótt og héldu áfram áhlaupi á vígi Hishbollah á jörðu niðri við landamæri Líbanons og Ísraels. Nasrallah leiðtogi Hishbollah kvikar hvergi frá kröfum sínum og neitar að láta ísraelska hermenn lausa nema í skiptum fyrir fanga í haldi Ísraela.

Hann segir rangt að Ísraelar hafi náð að eyðileggja helming vopnabúrs Hishbollah eins og haldið hefur verið fram. Tvær ísraelskar herþyrlur skullu saman við landamæri Líbanons í morgun og hröpuðu til jarðar, með þeim afleiðingum að fjórir hermenn týndu lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×