Viðskipti erlent

Methækkun á evrusvæðinu

Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent á öðrum ársfjórðungi innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta er 0,3 prósentustigum minni hækkun en á fyrsta ársfjórðungi 2006, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum OECD. Landsframleiðsla á evrusvæðinu hefur ekki verið meiri í sex ár.

Samkvæmt útreikningum OECD jókst landsframleiðsla um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi en það er 0,8 prósentustigum minna en á fyrsta ársfjórðungi. Þá hækkaði landsframleiðslan í Japan um 0,2 prósent en hækkunin í mánuðinum á undan nam 0,7 prósentum. Þá jókst landsframleiðslan á evrusvæðinu um 0,9 prósent á tímabilinu og hefur aukningin ekki verið meiri síðan á öðrum ársfjórðungi árið 2000.

Samanborið við sama tímabil á síðasta ári jókst landsframleiðsla á öðrum ársfjórðungi mest í Bandaríkjunum eða um 3,5 prósent. Minnsta hækkunin var á Ítalíu eða 1,5 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×