Mourinho afar óhress með styrkleikaflokkana 23. ágúst 2006 16:05 Jose Mourinho er mjög ósáttur við að Chelsea skuli vera í öðrum styrkleikaflokki í meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Englandsmeistara Chelsea, segist ekki skilja í því hvernig standi á því að Chelsea lendi í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verði í riðla í meistaradeild Evrópu á morgun, á meðan lið sem Chelsea hefur skotið aftur fyrir sig í deildinni heimafyrir síðustu tvö ár, eru í fyrsta styrkleikaflokki. Mourinho og félagar sjá nú fram á það að góðar líkur séu á því að liðið lendi í riðli með Evrópumeisturum Barcelona, en þar að auki er ljóst að liðið lendir í riðli með liðum á borð við AC Milan, Inter Milan, Real Madrid eða Valencia. Liverpool, Manchester United og væntanlega Arsenal, eru öll í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina og þetta þykir Mourinho brandari. "Það er einfaldlega rangt hvernig staðið er að því að raða í þessa styrkleikaflokka, því við erum heppnir að komast í annan styrkleikaflokk þó við höfum orðið enskir meistarar. Að mínu mati ætti það að vega mun þyngra að verða meistari en að fara eftir árangri fortíðarinnar. Við erum til að mynda settir neðar en Inter þó við höfum unnið deildina á Englandi en þeir enduðu í þriðja sæti á Ítalíu. Og hvernig stendur á því að lið sem þurftu að fara í undankeppni á borð við Liverpool, eru sett upp fyrir okkur í styrkleikaflokk?" sagði Mourinho, sem segir kerfið vera gallað og bendir á að bestu liðin í Evrópu mætist ekki í undanúrslitum eins og þau ættu að gerast vegna þessara galla. "Meistaradeildin er besta keppni í heimi, en þú sérð ekki bestu knattspyrnulið Evrópu í undanúrslitum keppninnar og það er í raun aðeins heppni sem ræður því að besta liðið standi uppi sem sigurvegari. Prófið bara að bera saman undanúrslitaleikina og leikina í fyrri umferðum keppninnar. Berið leik Arsenal og Villarreal saman við leik Arsenal og Juventus, Chelsea og Barcelona eða Milan og Bayern Munchen - það er ekki hægt. Liverpool vann þessa keppni á sínum tíma þó liðið væri meira en 30 stigum á eftir okkur í deildinni og náði ekki einu sinni að vera á meðal fjögurra efstu liðanna á Englandi. Arsenal komst í úrslitin síðast og rétt skreið í topp fjögur á lokadeginum í deildinni. Þess vegna er það frábært afrek ef þú vinnur meistaradeildina og ert ekki í efsta styrkleikaflokki og það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera tekið mark á keppni eins og deildarkeppninni þegar raðað er í flokkana," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira