Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar

Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum.
Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar bíða upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum en þær verða birtar síðar í dag. Búist er við að birgðirnar hafi dregist saman á milli vikna.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 23 sent í rafrænum viðskiptum í New York í Bandaríkjunum og fór í 63,99 bandaríkjadali á tunnu. Í gær lækkaði verðið um 1,85 dali og fór í 63,76 dali á tunnu en það hafði ekki verið lægra síðan í marslok.

Þá hækkaði verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, um 33 sent og fór í 63,32 dali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×