IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu 14. september 2006 09:41 Vöruskipti stórra hagkerfa geta haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu, að mati IMF. Vöruskipti í Bandaríkjunum voru neikvæð um 4.500 milljarða íslenskra króna í ágúst og hefur aldrei verið meiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, getur svo farið að viðskiptahalli einstakra ríkja á borð við Bandaríkin, sett strik í reikninginn. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að olíubirgðir olíuframleiðsluríkja muni ekki minnka og að hagvöxtur á evrusvæðinu muni batna. Þýskaland er hins vegar undantekning en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur líkur á að hagvöxtur dragist eitthvað saman í kjölfar hækkunar á virðisaukaskatti þar í landi um næstu áramót. Þá getur svo farið að verðhækkanir á olíu og hæging efnahagslífsins í Bandaríkjunum geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur vestra verði 3,4 prósent en fari allt á versta veg megi hins vegar búast við að hann fari niður í 2,9 prósent. Þá skiptir vöruskiptajöfnuður miklu fyrir hagvöxt helstu hagkerfa, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum var rúmir 64 milljarðar dala eða rúmar 4.500 milljarðar íslenskra króna í ágúst og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Kína voru vöruskipti hins vegar jákvæð um 18,8 milljónir dala eða 1.300 milljarða krónur á sama tíma. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skýrist þessi mikli munur af lágu gengi kínverska júansins, gjaldmiðils landsins, sem geri það að verkum að vörur frá Kína séu ódýrari en vörur frá öðrum löndum. Segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kínverski seðlabankinn verði hækka stýrivexti talsvert til að draga úr hagvexti og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, getur svo farið að viðskiptahalli einstakra ríkja á borð við Bandaríkin, sett strik í reikninginn. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að olíubirgðir olíuframleiðsluríkja muni ekki minnka og að hagvöxtur á evrusvæðinu muni batna. Þýskaland er hins vegar undantekning en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur líkur á að hagvöxtur dragist eitthvað saman í kjölfar hækkunar á virðisaukaskatti þar í landi um næstu áramót. Þá getur svo farið að verðhækkanir á olíu og hæging efnahagslífsins í Bandaríkjunum geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur vestra verði 3,4 prósent en fari allt á versta veg megi hins vegar búast við að hann fari niður í 2,9 prósent. Þá skiptir vöruskiptajöfnuður miklu fyrir hagvöxt helstu hagkerfa, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum var rúmir 64 milljarðar dala eða rúmar 4.500 milljarðar íslenskra króna í ágúst og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Kína voru vöruskipti hins vegar jákvæð um 18,8 milljónir dala eða 1.300 milljarða krónur á sama tíma. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skýrist þessi mikli munur af lágu gengi kínverska júansins, gjaldmiðils landsins, sem geri það að verkum að vörur frá Kína séu ódýrari en vörur frá öðrum löndum. Segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kínverski seðlabankinn verði hækka stýrivexti talsvert til að draga úr hagvexti og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira