Viðskipti erlent

Fleiri uppsagnir hjá Ford

Alan Mulally, nýráðinn forstjóri Ford, og Bill Ford, fráfarndi forstjóri.
Alan Mulally, nýráðinn forstjóri Ford, og Bill Ford, fráfarndi forstjóri. Mynd/AP

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að segja upp 14.000 manns á næstu tveimur árum til viðbótar við þá 30.000 sem þegar hefur verið sagt upp og gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað er. Þetta jafngildir uppsögnum á þriðjungi starfsfólks Ford í Bandaríkjunum.

Þá er fyrirhugað að loka 16 verksmiðjum í stað 12 á sama tímabili. Upphaflega var stefnt að því að ljúka hagræðingaferli fyrirtækisins árið 2012.

Horft er til þess að fyrirtækið spari 5 milljarða bandaríkjadali eða rúma 350 milljarða íslenskra króna á næstu tveimur árum með aðgerðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×