Viðskipti erlent

Scania felldi tilboð Man

Vöruflutningabíll frá Scania.
Vöruflutningabíll frá Scania.

Stjórn sænska bílaframleiðandans Scania fundaði um yfirtökutilboð frá þýska keppinautinum Man í gær og ákvað að taka því ekki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna.

Að sögn stjórnarinnar endurspeglar yfirtökutilboðið ekki raunverulegt virði félagsins auk þess sem framtíðarhorfur fyrirtækisins eru sagðar góðar.

Hakan Samuelsson, forstjóri Man, sagði á símafundi með greiningaraðilum í morgun að hann væri enn sannfærður um að meirihluti hluthafa í Scania muni fallast á yfirtökutilboðið.

Man hefur þegar tryggt sér 5,7 milljónir hluta í Scania en það jafngildir 2,85 prósenta hlut í félaginu og 5,18 prósent atkvæðaréttar. Ekkert hefur verið gefið upp um hvert kaupvirði hlutanna var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×