Viðskipti erlent

Bill Gates ríkasti maður Bandaríkjanna

Warren Buffett og Bill Gates, tveir ríkustu menn Bandaríkjanna. Þeir hafa þekkst í mörg ár og spila stundum saman brids.
Warren Buffett og Bill Gates, tveir ríkustu menn Bandaríkjanna. Þeir hafa þekkst í mörg ár og spila stundum saman brids. Mynd/AFP
Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett.

Það merkilega er hins vegar að þeir 400 auðkýfingar sem eru á lista Forbes eiga hver um sig yfir 1 milljarð bandaríkjadala eða jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna.

Blaðið segir eignir Gates nema 53 milljörðum dala eða rúmlega 3.700 milljörðum íslenskra króna.

Líkt og fyrri ár er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett í öðru sæti en eignir hans nema 46 milljörðum dala eða jafnvirði rúmra 3.200 milljarða íslenskra króna.

Á meðal annarra sem verma fimm efstu sætin eru Sheldon Adelson, sem á spilavíti víða um heim, Larry Ellison, stofnandi og forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, og Paul Allen, en hann stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×