Hraunar yfir enska landsliðið 5. október 2006 14:45 Bilic er ómyrkur í máli þegar kemur að spilamennsku enska landsliðsins NordicPhotos/GettyImages Slaven Bilic hefur nú skvett olíu á eldinn fyrir leik Króata og Englendinga í undankeppni EM á miðvikudaginn, en í samtali við breska blaðið The Sun segir Bilic að enska landsliðið hafi verið varnarsinnað og hundleiðinlegt á HM í sumar. "Enska landsliðið gat ekki neitt á HM og spilaði hundleiðinlega knattspyrnu. Ég hef aldrei á ævi minni séð hóp jafn góðra knattspyrnumanna spila jafn leiðinlega og varnarsinnaða knattspyrnu eins og þeir gerðu í sumar. Þeir spiluðu ekki eins og lið heldur eins og hópur einstaklinga - og ég sem hélt að þeir hefðu alla burði til að sigra á mótinu. Menn geta endalaust velt sér upp úr því að of mikil pressa hafi verið á liðinu og að væntingarnar hafi verið of miklar - en þetta eru bara lélegar afsakanir. Ég gat ekki einu sinni útskýrt fyrir níu ára gömlum syni mínum af hverju enska liðið væri svona lélegt. Ég bara skil þetta ekki," sagði Bilic, sem sjálfur spilaði með West Ham og Everton á sínum tíma, en tók við króatíska landsliðinu af Zlatko Kranjcar eftir vonbrigðin á HM. "Ég skil ekki af hverju enska liðið spilar svona varnarsinnaða knattspyrnu, en mér sýndist liðið spila sömu leiðinlegu varnaraðferðina á móti Makedóníu, svo að það er ekki víst að þetta skrifist eingöngu á Sven-Göran Eriksson," bætti Bilic við. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Slaven Bilic hefur nú skvett olíu á eldinn fyrir leik Króata og Englendinga í undankeppni EM á miðvikudaginn, en í samtali við breska blaðið The Sun segir Bilic að enska landsliðið hafi verið varnarsinnað og hundleiðinlegt á HM í sumar. "Enska landsliðið gat ekki neitt á HM og spilaði hundleiðinlega knattspyrnu. Ég hef aldrei á ævi minni séð hóp jafn góðra knattspyrnumanna spila jafn leiðinlega og varnarsinnaða knattspyrnu eins og þeir gerðu í sumar. Þeir spiluðu ekki eins og lið heldur eins og hópur einstaklinga - og ég sem hélt að þeir hefðu alla burði til að sigra á mótinu. Menn geta endalaust velt sér upp úr því að of mikil pressa hafi verið á liðinu og að væntingarnar hafi verið of miklar - en þetta eru bara lélegar afsakanir. Ég gat ekki einu sinni útskýrt fyrir níu ára gömlum syni mínum af hverju enska liðið væri svona lélegt. Ég bara skil þetta ekki," sagði Bilic, sem sjálfur spilaði með West Ham og Everton á sínum tíma, en tók við króatíska landsliðinu af Zlatko Kranjcar eftir vonbrigðin á HM. "Ég skil ekki af hverju enska liðið spilar svona varnarsinnaða knattspyrnu, en mér sýndist liðið spila sömu leiðinlegu varnaraðferðina á móti Makedóníu, svo að það er ekki víst að þetta skrifist eingöngu á Sven-Göran Eriksson," bætti Bilic við.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira