Sáttaviðræður milli DV og Jónínu Ben 8. október 2006 18:34 Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. DV birti í lok septmber í fyrra forsíðufrétt sem vörðuðu einkamálefni Jónínu Benediktsdóttur. Höfðaði hún einkarefsimál í vetur og stefndi blaðinu og fyrrverandi ritstjórum - þeim Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni fyrir að brjóta gegn 229. grein hegningarlaganna þar sem segir: "Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári." Jón Magnússon lögmaður 365 miðla staðfestir að Hróbjartur Jónatansson lögmaður Jónínu hafi lagt fram tillögu að dómssátt og þess vegna hafi málinu verið frestað. Ekki sé búið að taka afstöðu til tilboðsins. Hann vill ekki greina frá efnisatriðum þess. Hróbjartur vildi aðeins segja í samtali við NFS að ákveðnar viðræður væru í gangi um að leysa málið án dóms en hann vildi ekki ræða þær efnislega á þessu stigi. Heimildir NFS herma að sáttartilboðið feli í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn einkalífsrétti Jónínu og hún beðin afsökunar á þessu broti. Auk þess að hún fái bætur vegna kostnaðar og miska. Í síðasta mánuði var gerð dómssátt í öðru máli þar sem DV var stefnt vegna umfjöllunar um mann sem lagður var inn á sjúkrahús vegna hermannaveiki. Með þeirri dómssátt féllust eigendur DV á að biðja manninn afsökunar og greiða honum miskabætur og málskostnað. Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. DV birti í lok septmber í fyrra forsíðufrétt sem vörðuðu einkamálefni Jónínu Benediktsdóttur. Höfðaði hún einkarefsimál í vetur og stefndi blaðinu og fyrrverandi ritstjórum - þeim Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni fyrir að brjóta gegn 229. grein hegningarlaganna þar sem segir: "Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári." Jón Magnússon lögmaður 365 miðla staðfestir að Hróbjartur Jónatansson lögmaður Jónínu hafi lagt fram tillögu að dómssátt og þess vegna hafi málinu verið frestað. Ekki sé búið að taka afstöðu til tilboðsins. Hann vill ekki greina frá efnisatriðum þess. Hróbjartur vildi aðeins segja í samtali við NFS að ákveðnar viðræður væru í gangi um að leysa málið án dóms en hann vildi ekki ræða þær efnislega á þessu stigi. Heimildir NFS herma að sáttartilboðið feli í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn einkalífsrétti Jónínu og hún beðin afsökunar á þessu broti. Auk þess að hún fái bætur vegna kostnaðar og miska. Í síðasta mánuði var gerð dómssátt í öðru máli þar sem DV var stefnt vegna umfjöllunar um mann sem lagður var inn á sjúkrahús vegna hermannaveiki. Með þeirri dómssátt féllust eigendur DV á að biðja manninn afsökunar og greiða honum miskabætur og málskostnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira