Villepin varði forstjóra Airbus 9. október 2006 10:39 Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands. Mynd/AP Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. EADS, móðurfélag Airbus, hefur ekki samþykkt hagræðingarhugmyndir Streiffs nema að hluta, sem hann lagði fram eftir að flugvélaframleiðandinn greindi frá því í síðustu viku að afhending A380 risaþotum frá fyrirtækinu myndi dragast fram á næsta ár. Þá hefur þýska dagblaðið Allgemeine Zeitung birt frétt þess efnis að EADS leiti með logandi ljósi að eftirmanni Streiffs. Verði af uppsögn hans þykir líklegt að það verði enn eitt áfallið fyrir EADS, en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hríðfallið eftir að afhending risaþotanna A380 hefur tvívegis tafist. Afhendingin er nú þegar tveimur árum á eftir áætlun. Streiff hefur einungis vermt forstjórastólinn í þrjá mánuði en hann var kallaður til starfa í lok júlí eftir að Gustav Humbert, fyrrum forstjóri Airbus, tók poka sinn. Haft hefur verið eftir Streiff að umfangsmikillar endurskipulagningar á rekstri Airbus sé þörf og kveða hugmyndir hans á um allt að 30 prósenta hagræðingar í rekstrinum. Slíkt myndi hafa í för með sér nokkrar uppsagnir í Toulouse í Frakklandi og í Hamborg í Þýskalandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hittast í París í Frakklandi á fimmtudag og munu ræða um Airbus. Ríkisstjórnir beggja landa og fyrirtæki fara með stóra hluti í EADS, móðurfélagi Airbus. Franska ríkið á 15 prósenta hlut í félaginu en þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler og franska fjölmiðlasamsteypan Lagarde eiga sömuleiðis stóra hluti. Þau munu þó vera að íhuga að minnka þá talsvert eða niður í 22,5 prósent og 7,5 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. EADS, móðurfélag Airbus, hefur ekki samþykkt hagræðingarhugmyndir Streiffs nema að hluta, sem hann lagði fram eftir að flugvélaframleiðandinn greindi frá því í síðustu viku að afhending A380 risaþotum frá fyrirtækinu myndi dragast fram á næsta ár. Þá hefur þýska dagblaðið Allgemeine Zeitung birt frétt þess efnis að EADS leiti með logandi ljósi að eftirmanni Streiffs. Verði af uppsögn hans þykir líklegt að það verði enn eitt áfallið fyrir EADS, en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hríðfallið eftir að afhending risaþotanna A380 hefur tvívegis tafist. Afhendingin er nú þegar tveimur árum á eftir áætlun. Streiff hefur einungis vermt forstjórastólinn í þrjá mánuði en hann var kallaður til starfa í lok júlí eftir að Gustav Humbert, fyrrum forstjóri Airbus, tók poka sinn. Haft hefur verið eftir Streiff að umfangsmikillar endurskipulagningar á rekstri Airbus sé þörf og kveða hugmyndir hans á um allt að 30 prósenta hagræðingar í rekstrinum. Slíkt myndi hafa í för með sér nokkrar uppsagnir í Toulouse í Frakklandi og í Hamborg í Þýskalandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hittast í París í Frakklandi á fimmtudag og munu ræða um Airbus. Ríkisstjórnir beggja landa og fyrirtæki fara með stóra hluti í EADS, móðurfélagi Airbus. Franska ríkið á 15 prósenta hlut í félaginu en þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler og franska fjölmiðlasamsteypan Lagarde eiga sömuleiðis stóra hluti. Þau munu þó vera að íhuga að minnka þá talsvert eða niður í 22,5 prósent og 7,5 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira