Stærsta útboð sögunnar 20. október 2006 10:00 Fjárfestir skrá sig fyrir bréfum í Iðnaðar- og viðskiptabankanum. Mynd/AFP Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins. Mun fleiri fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í bankanum en búist var við, að sögn breska ríkisútvarpsins. Stjórnvöld í Kína munu hafa verið að taka kínverskar fjármálastofnanir í gegn undanfarið til að fyrirbyggja spillingu og lélegar fjárfestingar. Á meðal aðgerða ríkisins er að kaupa víxla og gjaldfallin lán af bankanum til að leiðrétta bókhald þeirra og bæta ímynd bankanna í augum fjárfesta. Kínverska ríkið setti iðnaðar- og viðskiptabankann á laggirnar árið 1984. Undir honum eru 21.000 útibú, 360.000 starfsmenn og viðskiptavinir eru 150 milljónir talsins. Bankinn býst við að hagnaður ársins nemi 6 milljörðum bandaríkjadala eða um 410 milljörðum íslenskra króna, sem er 116 milljörðum krónum meira en í fyrra. Með hlutafjárútboði iðnaðar- og viðskiptabankans var slegið út 8 ára gamalt met sem náðist með útboði í japanska farsímafyrirtækið NTT Mobile Communicatons Network. Í því skráðu fjárfestar sig fyrir bréfum í félaginu fyrir jafnvirði 18,4 milljarða dala, eða rúmlega 1.256 milljörðum króna, að markaðsvirði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins. Mun fleiri fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í bankanum en búist var við, að sögn breska ríkisútvarpsins. Stjórnvöld í Kína munu hafa verið að taka kínverskar fjármálastofnanir í gegn undanfarið til að fyrirbyggja spillingu og lélegar fjárfestingar. Á meðal aðgerða ríkisins er að kaupa víxla og gjaldfallin lán af bankanum til að leiðrétta bókhald þeirra og bæta ímynd bankanna í augum fjárfesta. Kínverska ríkið setti iðnaðar- og viðskiptabankann á laggirnar árið 1984. Undir honum eru 21.000 útibú, 360.000 starfsmenn og viðskiptavinir eru 150 milljónir talsins. Bankinn býst við að hagnaður ársins nemi 6 milljörðum bandaríkjadala eða um 410 milljörðum íslenskra króna, sem er 116 milljörðum krónum meira en í fyrra. Með hlutafjárútboði iðnaðar- og viðskiptabankans var slegið út 8 ára gamalt met sem náðist með útboði í japanska farsímafyrirtækið NTT Mobile Communicatons Network. Í því skráðu fjárfestar sig fyrir bréfum í félaginu fyrir jafnvirði 18,4 milljarða dala, eða rúmlega 1.256 milljörðum króna, að markaðsvirði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira