Tímamótaleikur hjá Paul Scholes um helgina 20. október 2006 15:02 Paul Scholes hefur átt frábæran feril hjá Manchester United á þeim 12 árum sem hann hefur leikið með aðalliðinu NordicPhotos/GettyImages Miðjumaðurinn magnaði Paul Scholes hjá Manchester United kemst í mjög sérstakan hóp manna í sögu Manchester United um helgina þegar liðið tekur á móti Liverpool, en þá verður hann aðeins níundi leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 500 leiki. Scholes spilaði sinn fyrsta leik fyrir United fyrir 12 árum gegn Port Vale í bikarnum, en hann kemst nú í flokk með þeim Bobby Charlton, Bill Foulkes, Denis Irwin - og félögum sínum Ryan Giggs og Gary Neville - sem hafa spilað yfir 500 leiki fyrir félagið. Sir Alex Ferguson á allt eins von á því að Scholes haldi áfram að hrella andstæðinga United í nokkur ár í viðbót, en hinn 31 árs gamli leikmaður hefur ítrekað verið beðinn um að taka fram landsliðsskóna á ný - en hefur neitað því og vill eyða frítíma sínum með fjölskyldu sinni. "Scholes lifir þannig lífi að ég á von á því að hann geti spilað vel í nokkur ár í viðbót. Hann hefur líka dálítið sem maður getur ekki þjálfað upp í leikmanni - en það er frábær tilfinning fyrir leiknum. Hann skynjar mjög vel hvað er í gangi inni á vellinum og hefur gert allar götur síðan hann var 14 ára gamall og ég held að enginn leikmaður sé betri í því en hann," sagði Ferguson. Scholes hefur alltaf haldið sig frá sviðsljósinu og hefur aldrei verið mikið fyrir að vera mikið í fjölmiðlum líkt og félagar hans á borð við David Beckham. Hann hefur skoraði 131 mark fyrir félagið á þeim 12 árum sem hann hefur leikið með United. Hann er raunar ekki eini leikmaður liðsins sem nær merkum áfanga um helgina, því Wayne Rooney spilar þá sinn 100. leik fyrir United. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Miðjumaðurinn magnaði Paul Scholes hjá Manchester United kemst í mjög sérstakan hóp manna í sögu Manchester United um helgina þegar liðið tekur á móti Liverpool, en þá verður hann aðeins níundi leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 500 leiki. Scholes spilaði sinn fyrsta leik fyrir United fyrir 12 árum gegn Port Vale í bikarnum, en hann kemst nú í flokk með þeim Bobby Charlton, Bill Foulkes, Denis Irwin - og félögum sínum Ryan Giggs og Gary Neville - sem hafa spilað yfir 500 leiki fyrir félagið. Sir Alex Ferguson á allt eins von á því að Scholes haldi áfram að hrella andstæðinga United í nokkur ár í viðbót, en hinn 31 árs gamli leikmaður hefur ítrekað verið beðinn um að taka fram landsliðsskóna á ný - en hefur neitað því og vill eyða frítíma sínum með fjölskyldu sinni. "Scholes lifir þannig lífi að ég á von á því að hann geti spilað vel í nokkur ár í viðbót. Hann hefur líka dálítið sem maður getur ekki þjálfað upp í leikmanni - en það er frábær tilfinning fyrir leiknum. Hann skynjar mjög vel hvað er í gangi inni á vellinum og hefur gert allar götur síðan hann var 14 ára gamall og ég held að enginn leikmaður sé betri í því en hann," sagði Ferguson. Scholes hefur alltaf haldið sig frá sviðsljósinu og hefur aldrei verið mikið fyrir að vera mikið í fjölmiðlum líkt og félagar hans á borð við David Beckham. Hann hefur skoraði 131 mark fyrir félagið á þeim 12 árum sem hann hefur leikið með United. Hann er raunar ekki eini leikmaður liðsins sem nær merkum áfanga um helgina, því Wayne Rooney spilar þá sinn 100. leik fyrir United.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira