Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus 23. október 2006 12:26 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. Mynd/AFP Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Ryanair bauð 2,8 evrur fyrir hvern hlut í Aer Lingus 5. október síðastliðinn en þá var ein vika frá því írska ríkið einkavæddi flugfélagið, seldi meirihluta bréfa sinna í félaginu í almennu hlutafjárútboði og skráði það á markað. Tilboð Ryanair hljóðar upp á jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna. Í dag fengu hluthafar í Aer Lingus formlegt yfirtökutilboð frá Ryanair í hendur en það gildir til 13. nóvember næstkomandi. Í bréfi frá Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, sem fylgdi tilboðinu, kemur meðal annars fram að Aer Lingus hafi takmarkaða vaxtarmöguleika samþykki hluthafarnir ekki tilboð Ryanair. Ryanair hefur þegar tryggt sér 19,2 prósent í Aer Lingus en hefur verið bannað að kaupa meira í flugfélaginu. Greiningaraðilar búast almennt við að Ryanair hækki tilboðið til að tryggja sér rúman helmingshlut í flugfélaginu. Á móti Ryanair fer írska ríkið með fjórðungshlut í Aer Lingus en starfsmannasjóður flugfélagsins og aðrir fjárfestar eiga afganginn. Þá á írski auðkýfingurinn Denis O'Brien rúman 2 prósenta hlut sem hann keypti gagngert til að koma í veg fyrir yfirtöku Ryanair.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira