Körfubolti

Houston burstaði Miami

Shaquille O´Neal og Yao Ming tókust hart á að venju í leiknum í nótt, en þessir tveir eru almennt álitnir bestu miðherjar heimsins í dag.
Shaquille O´Neal og Yao Ming tókust hart á að venju í leiknum í nótt, en þessir tveir eru almennt álitnir bestu miðherjar heimsins í dag. NordicPhotos/GettyImages

Átta leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en nú er smátt og smátt að færast meiri alvara í æfingaleikina þar sem deildarkeppnin byrjar eftir helgina. Houston Rockets burstaði meistara Miami Heat á útivelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV.

Houston skellti Miami 96-71. Tracy McGrady skoraði 19 stig fyrir Houston en Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir Miami.

Memphis lagði Detroit 92-82 þar sem Rudy Gay skoraði 16 stig fyrir Memphis og Rip Hamilton skoraði 15 stig fyrir Detroit.

Philadelphia burstaði New Jersey 110-88. Kyle Korver skoraði 22 stig fyrir Philadelphia og Aaron Williams skoraði 19 fyrir New Jersey.

Toronto vann sjötta leikinn í röð á undirbúiningstímabilinu með 106-102 sigri á Boston. Mo Peterson skoraði 21 stig fyrir Kanadaliðið en Wally Szczerbiak skoraði 27 stig fyrir Boston.

Dallas lagði Cleveland 83-81. Dirk Nowitzki skoraði 17 stig fyrir Dallas og LeBron James setti 13 stig fyrir Cleveland.

Minnesota lagði Chicago 109-105 eftir framlengdan leik þar sem Kirk Hinrich skoraði 21 stig fyrir Chicago og Ricky Davis skoraði 25 stig fyrir Minnesota.

Seattle lagði Sacramento 103-88 þrátt fyrir að leikstjórnandinn Earl Watson missti nokkrar tennur og Robert Swift meiddist á hné. Rashard Lewis skoraði 16 stig fyrir Seattle og Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento.

Loks vann LA Clippers sigur á Portland 97-89. Zach Randolph skoraði 33 stig fyrir Portland. Elton Brand var með 20 stig hjá Clippers og Shaun Livingston skoraði 15 stig og 10 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×