Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag á meðan fjárfestar bíða þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, láta verða af því að draga úr olíuframleiðslu.

Verð á hráolíu lækkaði um 1,05 dali á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og fór í 59,70 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu lækkaði um 1,27 dali og fór í 59,81 dal á tunnu.

OPEC ákvað að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna frá og með næsta miðvikudegi til að sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu og draga úr framboði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×