Chicago kippti meisturunum niður á jörðina 1. nóvember 2006 05:02 Ballið byrjaði í NBA í nótt og í fyrri beinu útsendingunni á NBA TV valtaði Chicago yfir meistara Miami og varpaði skugga á hátíðarhöldin sem fylgdu hringaafhendingunni NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Sjá meira