Körfubolti

Arftaki Yao Ming í nýliðavalið á næsta ári?

Yi treður hér boltanum í æfingaleik gegn Bandaríkjamönnum í ágúst í sumar
Yi treður hér boltanum í æfingaleik gegn Bandaríkjamönnum í ágúst í sumar AFP

Ef svo fer sem horfir mun kínverski framherjinn Yi Jianlian gefa kost á sér í nýliðavalinu í NBA næsta sumar, en þessi nítján ára gamli hávaxni leikmaður hefur vakið áhuga NBA liða í nokkur ár.

Yi er fastamaður í kínverska landsliðinu og er rúmir 210 cm á hæð. Hann hefur farið fyrir liði Guangdong Tigers og gert það að kínverskum meisturum þrjú ár í röð, þar sem hann skoraði 20,5 stig og hirti 9,6 fráköst að meðaltali.

Reglur kínverska körfuknattleikssambandsins leyfa ekki leikmönnum undir 22 ára aldri að gefa kost á sér í nýliðavalið í NBA, en áform eru uppi um að gera undantekningu í hans tilviki. Forseti kínverska körfuknattleikssambandsins segir mikilvægt að senda unga leikmenn ekki úr landi fyrr en þeir hafa náð andlegum og líkamlegum þroska til þess, en hann vill meina að Yi hafi það sem til þarf til að láta að sér kveða í NBA líkt og landi hans Yao Ming sem er einn besti - ef ekki besti - miðherji heimsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×