"Rasheed reglan" farin að taka sinn toll 3. nóvember 2006 16:44 Rasheed Wallace var ekki lengi að láta reyna á nýjar áherslur í dómgæslu í NBA deildinni - sem gárungarnir eru nú búnir að skíra í höfuðið á honum NordicPhotos/GettyImages Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira