Körfubolti

Fyrsta tap Lakers

Ray Allen var mjög öflugur fyrir Seattle í nótt.
Ray Allen var mjög öflugur fyrir Seattle í nótt. Getty Images

LA Lakers tapaði sínum fyrsta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Seattle. Ófarir meistaranna í Miami halda áfram og í nótt tapaði liðið gegn Philadelphia.

Ray Allen skoraði 32 stig og var maðurinn á bakvið 117-101 sigur Seattle á Lakers. Þetta var fyrst sigur Seattle á tímabilinu en fyrsti ósigur Lakers, eins og áður segir. Kobe Bryant er greinilega nokkuð ryðgaður eftir að hafa náð sér af hnémeiðslunum sem hafa verið að angra hann síðustu vikur, en hann skoraði aðeins 15 stig.

Allan Iverson átti stjörnuleik fyrir Philadelphia gegn Miami, skoraði 31 stig og gaf 13 stoðsendingar, en lokatölur í leiknum urðu 107-98, Philadelphia í vil. Philadelphia hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað jafn vel í sex ár. Miami hefur hins vegar aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum leiktíðarinnar.

Önnur úrslit næturinnar urðu sem hér segir:

New Orleans - Houston 96-90

Atlanta - Orlando 95-82

Toronto - San Antonio 94-103




Fleiri fréttir

Sjá meira


×