Fimmti sigur LA Clippers í röð 13. nóvember 2006 05:21 NordicPhotos/GettyImages LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sjá meira
LA Clippers vann í nótt fimmta leik sinn í röð eftir tap í fyrsta leiknum þegar liðið skellti New Orleans 92-76 á heimavelli sínum. Þetta var þriðja tap New Orleans í röð, en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína í upphafi leiktíðar. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst hjá Clippers, en fimm aðrir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 20 stig. New Jersey lagði Washington 105-93 eftir framlengdan leik, þar sem Vince Carter tryggði New Jersey framlengingu með þriggja stiga skoti sem datt ofan í körfuna á undarlegan hátt og skrifuðu menn það á nýja boltann. Carter varð því fyrsta súperstjarnan í deildinni til að hrósa nýja boltanum, því allir voru á einu máli um að gamli leðurboltinn hefði aldrei skoppað ofan í körfuna - enda var skot Carter alls ekki gott. Washington átti svo aldrei möguleika í framlengingunni og tapaði henni 18-6. Vince Carter var stigahæstur í liði New Jersey með 34 stig, en Gilbert Arenas skoraði 25 og hitti mjög illa hjá Washington. Jason Kidd hjá New Jersey náði 77. þreföldu tvennu sinni á ferlinum í nótt með 15 stigum, 18 stoðsendingum og 11 fráköstum og vantar nú aðeins eina þrennu til að komast upp fyrir Wilt Chamberlain í þriðja sæti yfir þá sem hafa afrekað það oftast í sögu NBA. Þá komst Kidd einnig í 7. sæti yfir þá leikmenn sem gefið hafa flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar. Denver lagði Charlotte 108-101, þar sem Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Emeka Okafor skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst hjá Charlotte. Houston burstaði Miami á útivelli 94-72, þar sem Yao Ming skoraði 34 stig og hirti 14 fráköst hjá Houston en Dwyane Wade skoraði 24 stig og hirti 7 fráköst hjá Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Dallas lagði Portland á útivelli 103-96 og vann þar með sinn annan leik í röð eftir skelfilega byrjun. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst og Jason Terry skoraði 24 stig. Jarrett Jack skoraði 20 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sacramento er taplaust á heimavelli eftir 107-92 sigur á Toronto. Kevin Martin skoraði 26 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Chris Bosh skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Toronto. Loks vann LA Lakers sigur á Memphis á heimavelli sínum 91-81. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 20 stig, hirti 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Mike Miller skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Memphis.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tyrkland - Ísland | Reyna að stríða toppliðinu „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sjá meira