Viðskipti erlent

Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn

Kauphöllin í Lundúnum í Bretlandi, LSE.
Kauphöllin í Lundúnum í Bretlandi, LSE. Mynd/AFP

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE.

Nasdaq keypti fjórðungshlut í LSE fyrr á árinu en jók nýverið við hann en gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% síðastliðið ár vegna yfirtökutilrauna ýmissa kauphalla.

Verði af kaupunum mun Nasdaq skrá kauphöllina í Lundúnum og í New York í Bandaríkjunum.

Forstjóri Nasdaq er bjartsýn á að af kaupum verði en Robert Peston, ritstjóri viðskiptafrétta hjá BBC, telur ólíklegt að stjórn LSE taki tilboðinu. Hins vegar verði stjórninni þröngur stakkur skorinn þar sem Nasdaq er komið með tæpan þriðjungshlut í markaðnum auk þess sem samkeppnisyfirvöld í Bretlandi geta ekki komið í veg fyrir viðskiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×