Viðskipti erlent

Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE

Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq.
Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Mynd/AFP

Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag.

Þetta var í annað sinn á árinu sem Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE en það hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna.

Að sögn vefútgáfu írska dagblaðsins Irish Examiner nú undir kvöld er haft eftir Robert Greifeld, forstjóra Nasdaq, að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðun stjórnar LSE, sem felldi tilboðið. Muni markaðurinn muni fara í óvinveitta yfirtöku og hafa beint samband við hluthafa breska markaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×