Livedoor selur fjármálaarm sinn 23. nóvember 2006 13:08 Takefumi Horie, fyrrum forstjóri japanska netfyrirtækisins Livedoor. Mynd/AP Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins. Greiningaraðilar í Japan segja þetta marka endalok fyrirtækisins í þekktustu mynd þess. Í janúar á þessu ári var lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í Tókýó í 20 mínútur vegna mikils álags á tölvukerfi kauphallarinnar þegar fjöldi fjárfesta seldi bréf sín í Livedoor eftir að upp komst að yfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Við rannsóknina kom í ljós að fjórir stjórnendur fyrirtækisins fölsuðu afkomutölur Livedoor árið 2004 og létu sem það hefði skilað hagnaði í stað taps. Voru þeir handteknir nokkru síðar. Umskipti hafa orðið á stjórn félagsins, sem var afskráð úr kauphöllinni í mars. Þá er enn réttað yfir Takafumi Horie, stofnanda og fyrrum forstjóra Livedoor, vegna málsins. Hann hefur haldið fram sakleysi sínu. Breska ríkisútvarpið segir Livedoor ætla framvegis að einbeita sér að vefhönnun og hugbúnaðarþróun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins. Greiningaraðilar í Japan segja þetta marka endalok fyrirtækisins í þekktustu mynd þess. Í janúar á þessu ári var lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í kauphöllinni í Tókýó í 20 mínútur vegna mikils álags á tölvukerfi kauphallarinnar þegar fjöldi fjárfesta seldi bréf sín í Livedoor eftir að upp komst að yfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Við rannsóknina kom í ljós að fjórir stjórnendur fyrirtækisins fölsuðu afkomutölur Livedoor árið 2004 og létu sem það hefði skilað hagnaði í stað taps. Voru þeir handteknir nokkru síðar. Umskipti hafa orðið á stjórn félagsins, sem var afskráð úr kauphöllinni í mars. Þá er enn réttað yfir Takafumi Horie, stofnanda og fyrrum forstjóra Livedoor, vegna málsins. Hann hefur haldið fram sakleysi sínu. Breska ríkisútvarpið segir Livedoor ætla framvegis að einbeita sér að vefhönnun og hugbúnaðarþróun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira