HM timburmenn í Þýskalandi 23. nóvember 2006 17:30 Heimsmeistaramótið í Þýskalandi heppnaðist einstaklega vel eins og reiknað hafði verið með Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira
Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira