Sænskar geimferðir? 31. janúar 2007 00:01 Breska geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richards Branson, náði á föstudag í síðustu viku samkomulagi við sænska fyrirtækið Spaceport að það kanni möguleikann á því að koma mönnuðum geimförum á loft frá Norður-Svíþjóð. Gerð líkans af geimflauginni var lokið í sumar og gerir Branson ráð fyrir því að fyrstu geimförin fari á loft á næsta eða þarnæsta ári frá Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Þá stefnir fyrirtækið sömuleiðis að því að reisa geimflugstöð í Nýju-Mexíkó á næstu árum. Spaceport mun á næstu tveimur árum skoða aðstæður í Svíþjóð en helst er horft til þess að taka á loft frá Kiruna-flugvelli í Lapplandi. Gangi allt að óskum mun fyrsta geimfarið fara á loft árið 2011 eða 2012. Munurinn á þeim sem fara út í geim í vélum frá Virgin Galactic og þeim sem farið hafa öllu hefðbundnari geimferðir er sá að þeir sem fara með fyrrnefnda félaginu, sem er einkafyrirtæki, greiða sérstaklega fyrir ferðina líkt og í venjubundnu farþegaflugi. Að sögn Susan Newsam, talsmanns Virgin Galactic, er Svíþjóð ákjósanlegasti staðurinn í Evrópu til að skjóta upp geimförum sem þeim sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Ætlunin sé meðal annars að fljúga inn í norðurljósin og virða fyrir sér ljósadýrðina því enginn hafi áður prófað slíkt, að hennar sögn. Ferðin frá Kiruna-velli til norðurljósanna kostar sem svarar um 14 milljónum íslenskra króna. Um 200 manns hafa þegar greitt inn á ferðina, sem stendur í um tvær klukkustundir, að sögn Newsam. Virgin Galactic stefnir að því að fara með 500 farþega í tveggja klukkustunda langar ferðir út fyrir gufuhvolf jarðar fyrsta árið. Það er álíka mikill fjöldi og hefur farið út í geim á vegum opinberra geimvísindastofnana víða um heim á síðastliðnum 45 árum. Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richards Branson, náði á föstudag í síðustu viku samkomulagi við sænska fyrirtækið Spaceport að það kanni möguleikann á því að koma mönnuðum geimförum á loft frá Norður-Svíþjóð. Gerð líkans af geimflauginni var lokið í sumar og gerir Branson ráð fyrir því að fyrstu geimförin fari á loft á næsta eða þarnæsta ári frá Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Þá stefnir fyrirtækið sömuleiðis að því að reisa geimflugstöð í Nýju-Mexíkó á næstu árum. Spaceport mun á næstu tveimur árum skoða aðstæður í Svíþjóð en helst er horft til þess að taka á loft frá Kiruna-flugvelli í Lapplandi. Gangi allt að óskum mun fyrsta geimfarið fara á loft árið 2011 eða 2012. Munurinn á þeim sem fara út í geim í vélum frá Virgin Galactic og þeim sem farið hafa öllu hefðbundnari geimferðir er sá að þeir sem fara með fyrrnefnda félaginu, sem er einkafyrirtæki, greiða sérstaklega fyrir ferðina líkt og í venjubundnu farþegaflugi. Að sögn Susan Newsam, talsmanns Virgin Galactic, er Svíþjóð ákjósanlegasti staðurinn í Evrópu til að skjóta upp geimförum sem þeim sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Ætlunin sé meðal annars að fljúga inn í norðurljósin og virða fyrir sér ljósadýrðina því enginn hafi áður prófað slíkt, að hennar sögn. Ferðin frá Kiruna-velli til norðurljósanna kostar sem svarar um 14 milljónum íslenskra króna. Um 200 manns hafa þegar greitt inn á ferðina, sem stendur í um tvær klukkustundir, að sögn Newsam. Virgin Galactic stefnir að því að fara með 500 farþega í tveggja klukkustunda langar ferðir út fyrir gufuhvolf jarðar fyrsta árið. Það er álíka mikill fjöldi og hefur farið út í geim á vegum opinberra geimvísindastofnana víða um heim á síðastliðnum 45 árum.
Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira