Kvikmyndakeppni á MySpace-síðunni 14. febrúar 2007 00:01 Sá sem vinnur í stuttmyndasamkeppni MySpace fær að leikstýra kvikmynd í fullri lengd. MYND/AFP Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en sá sem ber sigur úr býtum fær að launum að leikstýra kvikmynd í fullri lengd sem verður sýnd bæði í kvikmyndahúsum, á vefsvæði MySpace og á sjónvarpsrás Film4. Gallinn á gjöf Njarðar er hins vegar sá að einungis breskir notendur MySpace geta tekið þátt í keppninni. Að því er breska ríkissútvarpið hermir munu bæði notendur MySpace-síðunnar og ýmsir sérfræðingar í kvikmyndalistinni, þar á meðal leikstjórarnir Anthony Minghella og Kevin McDonald, velja bestu stuttmyndina. Stefnt er að því að hefja tökur á kvikmynd í fullri lengd síðar á þessu ári sem sýnd verður sumarið 2008. Gert er ráð fyrir að kvikmyndin muni kosta um 130 milljónir íslenskra króna. Notendur vefsvæðisins verða virkjaðir ferlið á enda því þeir geta bæði lagt inn hugmyndir að handriti, sótt um að leika í myndinni og komið með ýmsar aðrar ábendingar. Ekkert liggur fyrir um flokkun og efni myndarinnar en það skýrist þegar á líður. Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en sá sem ber sigur úr býtum fær að launum að leikstýra kvikmynd í fullri lengd sem verður sýnd bæði í kvikmyndahúsum, á vefsvæði MySpace og á sjónvarpsrás Film4. Gallinn á gjöf Njarðar er hins vegar sá að einungis breskir notendur MySpace geta tekið þátt í keppninni. Að því er breska ríkissútvarpið hermir munu bæði notendur MySpace-síðunnar og ýmsir sérfræðingar í kvikmyndalistinni, þar á meðal leikstjórarnir Anthony Minghella og Kevin McDonald, velja bestu stuttmyndina. Stefnt er að því að hefja tökur á kvikmynd í fullri lengd síðar á þessu ári sem sýnd verður sumarið 2008. Gert er ráð fyrir að kvikmyndin muni kosta um 130 milljónir íslenskra króna. Notendur vefsvæðisins verða virkjaðir ferlið á enda því þeir geta bæði lagt inn hugmyndir að handriti, sótt um að leika í myndinni og komið með ýmsar aðrar ábendingar. Ekkert liggur fyrir um flokkun og efni myndarinnar en það skýrist þegar á líður.
Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira