Tveggja ára leik loksins lokið 14. febrúar 2007 00:01 Leik, sem blandar saman netheimi og raunheimi og hefur staðið yfir í tvö ár, lauk í upphafi mánaðar. Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár. Leikurinn er einn af nokkrum svipuðum leikjum sem eiga rætur að rekja til auglýsingabrellu fyrir kvikmyndina AI, sem Steven Spielberg gerði fyrir nokkrum árum. Þátttakendur í Perplex City, sem undir lokin voru 50.000 talsins í 92 löndum, áttu að finna kubb, sem rænt var af sýningu í hinni ímynduðu borg Perplex og grafinn á ókunnum stað. Þeir fengu vísbendingar um staðsetninguna jafnt á netinu, í dagblöðum, með smáskilaboðum í farsímum og eftir öðrum leiðum. Þá var hægt að kaupa spil með vísbendingum í sérhæfðum verslunum og á netsíðum tengdum leiknum. Dæmi eru um að spil með verðmætum upplýsingum um staðsetningu kubbsins hafi farið á tæpar 30.000 krónur á uppboðssíðum á netinu. Vísbendingarnar munu hafa leitt sigurvegarann að skógarjaðri í Northamptonskíri í Bretlandi þar sem kubburinn lá grafinn í jörð. Að sögn forsvarsmanna Perplex City mun nýr leikur hefjast síðar á þessu ári. Héðan og þaðan Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár. Leikurinn er einn af nokkrum svipuðum leikjum sem eiga rætur að rekja til auglýsingabrellu fyrir kvikmyndina AI, sem Steven Spielberg gerði fyrir nokkrum árum. Þátttakendur í Perplex City, sem undir lokin voru 50.000 talsins í 92 löndum, áttu að finna kubb, sem rænt var af sýningu í hinni ímynduðu borg Perplex og grafinn á ókunnum stað. Þeir fengu vísbendingar um staðsetninguna jafnt á netinu, í dagblöðum, með smáskilaboðum í farsímum og eftir öðrum leiðum. Þá var hægt að kaupa spil með vísbendingum í sérhæfðum verslunum og á netsíðum tengdum leiknum. Dæmi eru um að spil með verðmætum upplýsingum um staðsetningu kubbsins hafi farið á tæpar 30.000 krónur á uppboðssíðum á netinu. Vísbendingarnar munu hafa leitt sigurvegarann að skógarjaðri í Northamptonskíri í Bretlandi þar sem kubburinn lá grafinn í jörð. Að sögn forsvarsmanna Perplex City mun nýr leikur hefjast síðar á þessu ári.
Héðan og þaðan Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira