Ljós í myrkrinu 6. mars 2007 06:00 Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar