Opin fyrir tilboði MurdochsGengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Var það eftir að spurðist út að Bancroft-fjölskyldan, stærsti hluthafi félagsins, sagði það koma til greina að ræða við ástralskættaða fjölmiðlajöfurinn Rubert Murdoch. Murdoch lagði fram fimm milljarða dala, rúmlega 320 milljarða króna, yfirtökutilboð í Dow Jones fyrir hönd fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation í byrjun maí. Bancroft-fjölskyldan, sem fer með 64 prósent atkvæðaréttar í útgáfufélaginu, var sögð mótfallin því. Hún tjáði sig hins vegar ekki um það opinberlega fyrr en nú.
Með djúpa vasaFréttaveitan Bloomberg segir ljóst að fjölskyldan hafi rætt málið í þaula og ályktað að þau yrðu að taka afstöðu til tilboðs Murdochs, sem jafngildir sautjánföldum væntum rekstrarhagnaði fjölmiðlaútgáfunnar á yfirstandandi ári. Gengi Dow Jones hefur hækkað um 65 prósent frá því Murdoch bauð í félagið og standa bréf þess nú í tæpum 61 dal á hlut. Þótt það sé einum dal yfir tilboði Ástralans aldraða, Murdoch er 76 ára, þykir ólíklegt að önnur tilboð berist í það. Bloomberg bendir á að berist hærra boð í félagið muni Murdoch, sem vill ólmur tryggja sér útgáfufélagið, einfaldlega seilast ofan í djúpa vasa fjölmiðlasamsteypunnar og bjóða betur þar til félagið verður hans.
Peningaskápurinn...

Mest lesið

Spotify liggur niðri
Neytendur

Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent



Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent
