Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga 3. janúar 2007 16:47 Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira