Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar 23. febrúar 2007 09:11 Maður gengur fram hjá auglýsingaskilti með nafni Sanyo. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að bókhaldsgögn fyrirtækisins hafi verið vísvitandi fölsuð árið 2003 með það fyrir augum að láta líta út fyrir sem fyrirtækið hafi skilað smávegis hagnaði þegar það skilaði í raun taprekstri. Forsvarsmenn Sanyo hafa staðfest að yfirvöld séu að rannsaka bókhaldsgögn fyrirtækisins en bæta við að fyrirtækið vinni með þeim að því að upplýsa málið. Fjármálayfirvöld í Japan hafa haft fjölda fyrirtækja til skoðunar síðustu misserin en á meðal þeirra eru vinnuvélaframleiðandinn Komatsu en grunur leikur á að innherjasvik hafi átt sér stað í viðskiptum með hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tveimur árum. Þá er skemmst að minnast japanska netfyrirtækisins Livedoor, en réttarhöld standa enn yfir stjórnendum fyrirtækisins sem sagðir eru hafa falsað bókhald fyrirtækisins með það fyrir augum að láta sem fyrirtækið hafi skilað hagnaði þegar raunin var önnur. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að bókhaldsgögn fyrirtækisins hafi verið vísvitandi fölsuð árið 2003 með það fyrir augum að láta líta út fyrir sem fyrirtækið hafi skilað smávegis hagnaði þegar það skilaði í raun taprekstri. Forsvarsmenn Sanyo hafa staðfest að yfirvöld séu að rannsaka bókhaldsgögn fyrirtækisins en bæta við að fyrirtækið vinni með þeim að því að upplýsa málið. Fjármálayfirvöld í Japan hafa haft fjölda fyrirtækja til skoðunar síðustu misserin en á meðal þeirra eru vinnuvélaframleiðandinn Komatsu en grunur leikur á að innherjasvik hafi átt sér stað í viðskiptum með hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tveimur árum. Þá er skemmst að minnast japanska netfyrirtækisins Livedoor, en réttarhöld standa enn yfir stjórnendum fyrirtækisins sem sagðir eru hafa falsað bókhald fyrirtækisins með það fyrir augum að láta sem fyrirtækið hafi skilað hagnaði þegar raunin var önnur.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira