Nú þegar austurstrandar tímbilið er hafið hefst ný barátta í minni flokknum "lites". Ryan Villopoto er ekki með í austurstrandar baráttunni en hann einmitt innsiglaði vesturstrandar titilinn með 7 sigrum í San Diego.
Keppninn í lites var mjög skemmtileg og var hart barist um fyrstu þrjú sætin,Mike Alessi á Red bull / KTM náði holuskotinu en í hæla hans var Ben Townley á Monster / Kawasaki. Þeir áttu harða baráttu nokkra hringi en voru svo uppteknir að berjast við hvorn annan að þeir urðu þess ekki varir að Ryan Dungey á Makita / Suzuki náði fram úr þeim og hélt forystunni til enda.
Hjólið hjá Townley gaf upp öndina og varð hann að hætta keppni og Alessi átti í basli og endaði þrettándi.
En annar varð Arenacross meistarinn Darcy Lange á Kawasaki og þriðji Matt Goerke á Yamaha.
Staðan í austurstrandar tímabilinu er þá þessi eftir fyrstu umferð :
- Ryan Dungey
- Darcy Lange
- Matt Goerke
- Ryan Morais
- Branden Jesseman